Kveðst vera með mögulega skýringu á Loch Ness skrímslinu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2019 12:10 Neil Gemmell við rannsóknin. Ljósmyndin til hægri er frá 1934 og sögð vera af Loch Ness skrímslinu. Síðar kom þó í ljós að um fölsun hafi verið að ræða. Otago-háskóli/Getty Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju. Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju.
Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira