Komi ekki til opinberra styrkja verði innanlandsflug skert Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2019 14:43 Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33