Meiri stuðningur við sjálfstæði Skotlands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. september 2019 09:00 Skoskir sjálfstæðissinnar mótmæltu í Edinborg. Þessi hundur er óhress með fyrirætlanir Boris. Nordicphotos/Getty Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira