Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 11:55 Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við glampa sem benti til þess að skyttan væri með sig í sigtinu. Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið. Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið.
Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira