Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 09:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39