Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2019 08:45 Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í húsakynnum Ríkissáttasemjara í aprílbyrjun. Vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00