Hefur upplifað súrrealískar aðstæður Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2019 15:00 Arnar Grétarsson. fréttablaðið/afp Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að fyrstu vikurnar hjá Arnari Grétarssyni í starfi sem þjálfari karlaliðs Roeselare í knattspyrnu hafi verið viðburðaríkar. Málin hafa þróast í rétta átt síðustu dagana og lífið hjá félaginu komið í eðlilegan farveg á nýjan leik. Á þeim tæpu tveimur mánuðum sem Arnar hefur verið hjá félaginu hefur það verið úrskurðað gjaldþrota og tapað þremur stigum út af því og hann fékk til liðs við sig 16 nýja leikmenn eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Þá kippti tilsjónarmaður með hinu gjaldþrota félagi liðinu aftur um áratugi hvað tæknimál varðar og niður á áhugamannsvið hvað aðstöðumál varðar. Þrátt fyrir þetta er Arnar bjartsýnn á komandi tíma en er raunsær hvað það varðar að hann áttar sig á því að það tekur tíma að byggja upp samkeppnishæft lið einkum og sér í lagi miðað við þær aðstæður sem hann hefur upplifað. „Þetta hafa í raun bara verið súrrealískar aðstæður sem við höfum verið staddir í síðustu vikurnar. Þegar ég kem hingað eru níu útispilarar og fimm markmenn á samningi hjá félaginu og rétt fyrir lok gluggans koma 16 nýir leikmenn inn í leikmannhópinn. Það eru mest allt ungir leikmenn og sex af þeim eru brasilískir leikmenn sem tekur auðvitað tíma að aðlaga nýjum aðstæðum. Einnig fengum við hafsent að láni frá Club Brugge sem þekkir umhverfið og deildina vel og hefur hann staðið sig virkilega vel,“ segir Arnar um fyrstu skref sín hjá nýju félagi. „Það höfðu nýir eigendur keypt helming í félaginu þegar ég tók við og þeir fóru strax í það að greiða upp þær skuldir sem höfðu safnast upp hjá félaginu. Það voru hins vegar útistandandi skuldir meðal annars við veitingaþjónustu sem átti eftir að greiða. Félaginu var stefnt til greiðslu á þeirri skuld og það bara gleymdist að mæta í réttarsal og félagið var því úrskurðað gjaldþrota þrátt fyrir að vera vel gjaldfært fyrir þessum reikningum,“ heldur Arnar áfram.Allt komið í réttan farveg „Þannig að síðustu tvær vikurnar hefur tilsjónarmaðurinn sem settur var yfir félagið á meðan greitt var úr þeim málum sem þurfti að greiða úr gert okkur lífið ansi leitt. Bæði aðallið félagsins sem og öll akademían hefur ekki mátt æfa á æfingasvæði félagsins, við höfum ekki getað notað síma og net og leikmönnum og þjálfurum hefur verið bannað að nota búninga, tæki og tól sem félagið á. Ofan á þetta bætist að að þeir leikmenn sem komu til okkar í ágúst búa enn á hótelum og hafa þurft að skipta ótt og títt um hótel þar sem það er allt fullbókað út af einhverjum ráðstefnum og fleiru. Á þessum tíma var okkur svo dæmdur ósigur sem við máttum alls ekki við í þeirri stöðu sem við erum í,“ segir hann um aðstæðurnar sem hann hefur þurft að vinna við. „Þessu var svo kippt í liðinn á fimmtudaginn síðasta og það er búið að fella úrskurðinn um gjaldþrotið úr gildi og við erum komnir aftur í eðlilegan farveg hvað varðar aðstöðu og aðbúnað. Við áttum leik við Lokeren um helgina og töpuðum honum en það var margt jákvætt í þeim leik sem hægt er að byggja á í næstu leikjum. Það eru þrjú til fjögur lið sem eru áberandi best í þessari deild og sem dæmi ná nefna Leuven sem er í eigu sömu eiganda og Leicester City og svo er Union SG sem eru með sömu eigendur og eiga Brighton. Þessi lið eru með töluvert meira fjármagn en við og það er oft fylgni milli fjármagns og árangurs en ekki alltaf sem betur fer,“ segir þjálfarinn um belgísku B-deildina. „Við erum hins vegar komnir með leikmannahóp sem á að geta keppt við öll lið í deildinni og planið er að stabílísera liðið í deildinni í ár og svo verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist. Við spilum fjórum sinnum við hvert lið, það er 14 leikir í fyrri umferð og 14 leikir í seinni umferð, sigurvegarar úr fyrri og seinni umferð spila síðan um sæti í efstu deild, tvo leiki. Þeir sem eru í sjöunda og áttunda sæti eftir báðar umferðir spila fimm leiki um að halda sér í deildinni. Markmiðið er að forðast að enda í tveimur neðstu sætunum. Verkefnið núna er hins vegar bara að móta liðið og bæta það frá leik til leiks,“ segir Arnar um framhaldið. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að fyrstu vikurnar hjá Arnari Grétarssyni í starfi sem þjálfari karlaliðs Roeselare í knattspyrnu hafi verið viðburðaríkar. Málin hafa þróast í rétta átt síðustu dagana og lífið hjá félaginu komið í eðlilegan farveg á nýjan leik. Á þeim tæpu tveimur mánuðum sem Arnar hefur verið hjá félaginu hefur það verið úrskurðað gjaldþrota og tapað þremur stigum út af því og hann fékk til liðs við sig 16 nýja leikmenn eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Þá kippti tilsjónarmaður með hinu gjaldþrota félagi liðinu aftur um áratugi hvað tæknimál varðar og niður á áhugamannsvið hvað aðstöðumál varðar. Þrátt fyrir þetta er Arnar bjartsýnn á komandi tíma en er raunsær hvað það varðar að hann áttar sig á því að það tekur tíma að byggja upp samkeppnishæft lið einkum og sér í lagi miðað við þær aðstæður sem hann hefur upplifað. „Þetta hafa í raun bara verið súrrealískar aðstæður sem við höfum verið staddir í síðustu vikurnar. Þegar ég kem hingað eru níu útispilarar og fimm markmenn á samningi hjá félaginu og rétt fyrir lok gluggans koma 16 nýir leikmenn inn í leikmannhópinn. Það eru mest allt ungir leikmenn og sex af þeim eru brasilískir leikmenn sem tekur auðvitað tíma að aðlaga nýjum aðstæðum. Einnig fengum við hafsent að láni frá Club Brugge sem þekkir umhverfið og deildina vel og hefur hann staðið sig virkilega vel,“ segir Arnar um fyrstu skref sín hjá nýju félagi. „Það höfðu nýir eigendur keypt helming í félaginu þegar ég tók við og þeir fóru strax í það að greiða upp þær skuldir sem höfðu safnast upp hjá félaginu. Það voru hins vegar útistandandi skuldir meðal annars við veitingaþjónustu sem átti eftir að greiða. Félaginu var stefnt til greiðslu á þeirri skuld og það bara gleymdist að mæta í réttarsal og félagið var því úrskurðað gjaldþrota þrátt fyrir að vera vel gjaldfært fyrir þessum reikningum,“ heldur Arnar áfram.Allt komið í réttan farveg „Þannig að síðustu tvær vikurnar hefur tilsjónarmaðurinn sem settur var yfir félagið á meðan greitt var úr þeim málum sem þurfti að greiða úr gert okkur lífið ansi leitt. Bæði aðallið félagsins sem og öll akademían hefur ekki mátt æfa á æfingasvæði félagsins, við höfum ekki getað notað síma og net og leikmönnum og þjálfurum hefur verið bannað að nota búninga, tæki og tól sem félagið á. Ofan á þetta bætist að að þeir leikmenn sem komu til okkar í ágúst búa enn á hótelum og hafa þurft að skipta ótt og títt um hótel þar sem það er allt fullbókað út af einhverjum ráðstefnum og fleiru. Á þessum tíma var okkur svo dæmdur ósigur sem við máttum alls ekki við í þeirri stöðu sem við erum í,“ segir hann um aðstæðurnar sem hann hefur þurft að vinna við. „Þessu var svo kippt í liðinn á fimmtudaginn síðasta og það er búið að fella úrskurðinn um gjaldþrotið úr gildi og við erum komnir aftur í eðlilegan farveg hvað varðar aðstöðu og aðbúnað. Við áttum leik við Lokeren um helgina og töpuðum honum en það var margt jákvætt í þeim leik sem hægt er að byggja á í næstu leikjum. Það eru þrjú til fjögur lið sem eru áberandi best í þessari deild og sem dæmi ná nefna Leuven sem er í eigu sömu eiganda og Leicester City og svo er Union SG sem eru með sömu eigendur og eiga Brighton. Þessi lið eru með töluvert meira fjármagn en við og það er oft fylgni milli fjármagns og árangurs en ekki alltaf sem betur fer,“ segir þjálfarinn um belgísku B-deildina. „Við erum hins vegar komnir með leikmannahóp sem á að geta keppt við öll lið í deildinni og planið er að stabílísera liðið í deildinni í ár og svo verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist. Við spilum fjórum sinnum við hvert lið, það er 14 leikir í fyrri umferð og 14 leikir í seinni umferð, sigurvegarar úr fyrri og seinni umferð spila síðan um sæti í efstu deild, tvo leiki. Þeir sem eru í sjöunda og áttunda sæti eftir báðar umferðir spila fimm leiki um að halda sér í deildinni. Markmiðið er að forðast að enda í tveimur neðstu sætunum. Verkefnið núna er hins vegar bara að móta liðið og bæta það frá leik til leiks,“ segir Arnar um framhaldið.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti