Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. október 2019 12:15 Meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna er rekið í Krýsuvík Vísir Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október. Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október.
Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira