Beint lýðræði er fyrir lýðinn Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. október 2019 15:12 Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar