Kynbundið ofbeldi á Alþingi Böðvar Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun