Kínversk yfirvöld sögð ætla að skipta umdeildum leiðtoga Hong Kong út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 23:30 Carrie Lam er ekki sú vinsælasta í Hong Kong. AP/Kin Cheung Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39
Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00
Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15