Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var við starfsstöð Boeing í Seattle. AP/Elaine Thompson Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna. Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna.
Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira