Norður-Írar búa sig undir miklar frjálsræðisbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 14:28 Stuðningsfólk réttsins til þungunarrofs stafar orðið afglæpavætt fyrir framan Stormont-þinghúsið við Belfast. AP/Niall Carson Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag. Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag.
Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17