Sakar Gagnaveituna um rangfærslur og blekkingar 31. október 2019 18:28 Fjarskiptafyrirtækin Míla og Gagnaveitan skjóta hvort á annað vegna ljósleiðaratenginga. Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni. Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni.
Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00