Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:40 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55