Heinaste kyrrsett í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 12:12 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Togarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, félags sem íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur af dómara að kröfu yfirvalda í Namibíu. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá og vísar til úrskurðar dómara. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, var handtekinn í fyrradag og leiddur fyrir dómara í gær. Hann er laus úr haldi. Talið er að kyrrsetningin hafi verið gerð til að framkvæma leit í skipinu. Arngrímur sagðist í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær hafna því að hafa gerst sekur um brot en hann er sakaður um að hafa veitt innan lögsögu Namibíu. Vegabréf hans er í umsjá lögreglu og er honum meinað að yfirgefa landið. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Vísi í gær að vel væri haldið utan um Arngrím. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingunni í gær að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. 21. nóvember 2019 19:45 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Togarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, félags sem íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur af dómara að kröfu yfirvalda í Namibíu. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá og vísar til úrskurðar dómara. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, var handtekinn í fyrradag og leiddur fyrir dómara í gær. Hann er laus úr haldi. Talið er að kyrrsetningin hafi verið gerð til að framkvæma leit í skipinu. Arngrímur sagðist í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær hafna því að hafa gerst sekur um brot en hann er sakaður um að hafa veitt innan lögsögu Namibíu. Vegabréf hans er í umsjá lögreglu og er honum meinað að yfirgefa landið. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Vísi í gær að vel væri haldið utan um Arngrím. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingunni í gær að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. 21. nóvember 2019 19:45 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15
„Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. 21. nóvember 2019 19:45
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40