Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2019 12:30 John Snorri ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2 að vetri til. Lífsspor Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsa. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári.John Snorri ætlar að brjóta blað í sögu íslenskrar fjallamennsku með því að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að klífa fjallið K2 á landamærum Pakistan og Kína að vetri til, næsthæsta tind jarðar. John Snorri ræddi ferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann spurður af hverju hann vildi ná þessum áfanga enhann hefur nú þegar klifið K2.„Af því að ég veit að ég get þetta og ég vill sjá íslenska fánann á toppnum á K2 að vetri til. Fyrsti fáninn í heiminum, að hann sé íslenskur. Það er enginn sem getur tekið það í burtu. Hann verður alltaf fyrsti fáninn til að standa á K2 að vetri til,“ sagði John Snorri.Hingað til hefur enginn klifið K2 að vetri til enda aðstæður afar erfiðar. „Það var pólskur hópur, 1987, sem var að reyna við K2 að vetri til. Þeir voru að eiga við 73 gráðu frost og 130 kílómetra vind. Við erum að reikna með að fara í svona aðstæður. Það er verið að sauma á mig svefnpoka sem á að þola 70 gráður,“ sagði John Snorri. Skásta hitastigið sem von er á -50 til -60 gráður John Snorri þarf að komast á tindinn fyrir 22. mars en þá lýkur hinu formlega vetrartímabili. Alls áætlar hann að leiðangurinn taki þrjá mánuði. Fyrstu mánuðurnir fari í undirbúningsvinnu á fjallinu og svo mun hópur hans sæta lagi og bíða eftir besta veðrinu til að komast upp.„Skásta veðrið, kannski -50, -60 gráður og ekki mikill vindur,“ sagði John Snorri um kjöraðstæður auk þess sem hann vonar að fjallið verði ísilagt.„Mesta hættann er kuldinn og að þurfa að eiga við hann. Ég held að það sé mesta hættan. Svo er alltaf hætta á snjóflóði og grjóthruni. Ég er hins vegar að vonast til þess að það sé lítill snjór í fjallinu. Ég held að það sé miklir vindar að hann festist ekki jafn mikið. Bestu aðstæður eru þær að það verði bara frosið, ísilagt. Það væru kjöraðstæður,“ sagði John Snorri. Esjan verður æfingavöllur Johns Snorra, en ekki í dag.Vísir/Vilhelm Engin Esjuferð í bili Undirbúningurinn fyrir ferðina er margþættur en meðal þess sem John Snorri hafði áætlað að gera var að labba 14 sinnum upp á Esjuna á 28 tímum. Fyrsta ferðin átti að verða klukkan sex í kvöld en æfingunni hefur nú verið frestað, þar sem spáð er arfavitlausi veðri víðast hvar um landið.Sagði John Snorri að líklega hefði það verið tilvalið að æfa sig í vonskuveðri en þar sem almenningi hafi verið boðið að koma með sé ekki forsvaranlegt að halda æfinguna.„Þetta er það besta sem gæti verið til að æfa sig en við erum að bjóða fólki að koma með og þá er ekki sniðugt að bjóða fólki út í gula viðvörun. Þá þarf björgunarsveitina, Esjan yrði öll bláblikkandi,“ sagði John Snorri.„Það hefði verið mjög gott að fara á Esjuna í dag en við ætlum að fresta því um viku.“ Bítið Esjan Fjallamennska Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gjaldþrota, fjallhress og sáttur John Snorri göngugarpur hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og honum er létt. 1. júlí 2019 14:31 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsa. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári.John Snorri ætlar að brjóta blað í sögu íslenskrar fjallamennsku með því að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að klífa fjallið K2 á landamærum Pakistan og Kína að vetri til, næsthæsta tind jarðar. John Snorri ræddi ferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann spurður af hverju hann vildi ná þessum áfanga enhann hefur nú þegar klifið K2.„Af því að ég veit að ég get þetta og ég vill sjá íslenska fánann á toppnum á K2 að vetri til. Fyrsti fáninn í heiminum, að hann sé íslenskur. Það er enginn sem getur tekið það í burtu. Hann verður alltaf fyrsti fáninn til að standa á K2 að vetri til,“ sagði John Snorri.Hingað til hefur enginn klifið K2 að vetri til enda aðstæður afar erfiðar. „Það var pólskur hópur, 1987, sem var að reyna við K2 að vetri til. Þeir voru að eiga við 73 gráðu frost og 130 kílómetra vind. Við erum að reikna með að fara í svona aðstæður. Það er verið að sauma á mig svefnpoka sem á að þola 70 gráður,“ sagði John Snorri. Skásta hitastigið sem von er á -50 til -60 gráður John Snorri þarf að komast á tindinn fyrir 22. mars en þá lýkur hinu formlega vetrartímabili. Alls áætlar hann að leiðangurinn taki þrjá mánuði. Fyrstu mánuðurnir fari í undirbúningsvinnu á fjallinu og svo mun hópur hans sæta lagi og bíða eftir besta veðrinu til að komast upp.„Skásta veðrið, kannski -50, -60 gráður og ekki mikill vindur,“ sagði John Snorri um kjöraðstæður auk þess sem hann vonar að fjallið verði ísilagt.„Mesta hættann er kuldinn og að þurfa að eiga við hann. Ég held að það sé mesta hættan. Svo er alltaf hætta á snjóflóði og grjóthruni. Ég er hins vegar að vonast til þess að það sé lítill snjór í fjallinu. Ég held að það sé miklir vindar að hann festist ekki jafn mikið. Bestu aðstæður eru þær að það verði bara frosið, ísilagt. Það væru kjöraðstæður,“ sagði John Snorri. Esjan verður æfingavöllur Johns Snorra, en ekki í dag.Vísir/Vilhelm Engin Esjuferð í bili Undirbúningurinn fyrir ferðina er margþættur en meðal þess sem John Snorri hafði áætlað að gera var að labba 14 sinnum upp á Esjuna á 28 tímum. Fyrsta ferðin átti að verða klukkan sex í kvöld en æfingunni hefur nú verið frestað, þar sem spáð er arfavitlausi veðri víðast hvar um landið.Sagði John Snorri að líklega hefði það verið tilvalið að æfa sig í vonskuveðri en þar sem almenningi hafi verið boðið að koma með sé ekki forsvaranlegt að halda æfinguna.„Þetta er það besta sem gæti verið til að æfa sig en við erum að bjóða fólki að koma með og þá er ekki sniðugt að bjóða fólki út í gula viðvörun. Þá þarf björgunarsveitina, Esjan yrði öll bláblikkandi,“ sagði John Snorri.„Það hefði verið mjög gott að fara á Esjuna í dag en við ætlum að fresta því um viku.“
Bítið Esjan Fjallamennska Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gjaldþrota, fjallhress og sáttur John Snorri göngugarpur hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og honum er létt. 1. júlí 2019 14:31 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Gjaldþrota, fjallhress og sáttur John Snorri göngugarpur hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og honum er létt. 1. júlí 2019 14:31
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00
Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30