Hægt verður að segja upp veiðiheimildum eða gera þær tímabundnar verði nýtt auðlindaákvæði að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvæðið eigi að tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira