Munum Drífa Snædal skrifar 7. desember 2019 18:00 Eftirfarandi ræðu flutti Drífa Snædal, forseti ASÍ, á mótmælafundinum Lýðræði ekki auðræði - Auðlindirnar aftur í okkar hendur á Austurvelli þann 7. desember.Kæru félagar, Munum hrunið Munum Panama Munum meðmæli með barnaníðingum Munum klausturmálið Munum Landsréttarmálið Munum Samherjamálið Munum brottvísanirnar Munum valdníðsluna, valdafólk sem hyglir fáum á kostnað fjöldans, valdafólk sem ber ekki virðingu fyrir lýðræði, fer með almannafé eins og sitt eigið og nýtir okkar sameiginlegu sjóði til að styrkja stöðu sína og sinna. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri en umburðalyndi okkar gagnvart vitleysunni held ég að sé nánast séríslensk. Þetta eru ekki einangruð mál, ekkert sem má bara bíða af sér. Bíða þangað til þjóðin fer að einbeita sér að öðru eins og jólaskreytingum. Við vitum sem er að öll þessi mál safnast upp og þegar enn eitt spillingarmálið opinberast opnast sárin sem hin skildu eftir. Þetta eru ekki einangruð mál, þetta er mynstur sem afhjúpar ráðamenn sem taka auðræði fram yfir lýðræði. Fólk sem lifir í eigin veruleika sínum og sinna, þekkir enga sem standa í biðröð eftir mat fyrir jólin, þekkir enga sem hafa ekki efni á lyfjum af því stjórnvöld hafa ákveðið að gróði útgerðarmanna sé mikilvægari. Því það er ákvörðun þeirra sem ráða hvort það sé mikilvægara að þeir sem eiga peninga geti átt meiri peninga eða hvort við öll fáum menntun og heilbrigði. Það er ekki til neitt fyrirlitlegra en fólk sem kemur sér hjá því að greiða í sameiginlega sjóði, hvort sem það er hér innanlands eða erlendis. Og það er jafn fyrirlitlegt að búa til kerfi þar sem einstaklingar geta makað krókinn á kostnað okkar sameiginlegu auðlinda, okkar sameiginlegu sjóða, okkar sameiginlegu velferðar. Af hverju erum við í þessari stöðu? Aftur og aftur. Getur verið að við höfum einblínt svo mikið á einstaklingshyggju að við missum af heildinni. Erum svo upptekin af því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur að við gleymum að vera besta útgáfan af samfélagi. Erum svo upptekin af núvitund mitt í öllu stressinu að við gleymum að reikna með samferðafólkinu í vitund okkar. Erum uppteknari af því að komast í kjólinn fyrir jólin en hafa af því áhyggjur að sumir geta ekki haldið jól svo vel sé. Kapítalisminn hefur haft gríðarleg áhrif í gegnum tíðina. Helstu áhrifin eru sennilega að við hugsum frekar um einstaklinga en samfélög. Erum svo upptekin af því að vera ekki meðvirk að við gleymum að hugsa um náungann og kjósum yfir okkur aftur og aftur fólk sem hugsar um að vera besta útgáfan af sjálfum sér og vinum sínum frekar en heildinni. Og þegar okkur tekst vel upp að hjálpa og aðstoða þjóð sem vill byggja upp gott samfélag fyrir alla og heldur að við séum fyrirmyndin þá koma kapítalistarnir í kjölfarið og breyta velvilja í arðrán, samfélagsþjónustu í einkabissness, hagsmunum heildar í gróða fárra. Og þegar fólk flýr ömurlegar aðstæður í heimalandi sem gróðafyrirtæki á Vesturlöndum hafa viðhaldið setja þessi sömu vesturlönd ómanneskjuleg skilyrði og hika ekki við að vísa fólki okkur ekki þóknanlegt aftur í ömurlegar aðstæður. Kæru félagar, við höfum verk að vinna. Við þurfum að breyta svo ótal mörgu en við verðum að vera viss um að þegar við breytum samfélaginu mun mannúðin sigra. Það eru margir á hliðarlínunni tilbúnir til að taka við stjórn og sum þessara afla eru ógnvekjandi. Útlendingaandúð, kvenhatur og andlýðræðisöfl vilja komast til enn frekari áhrifa. Það má aldrei verða. Við skulum breyta stjórnarskránni en vera þess fullmeðvituð að breyting á lögum breytir ekki endilega menningunni. Til þess þarf miklu meira afl, miklu meira samtal og miklu meiri þrýsting. Engin lög koma í veg fyrir að þeir sem eru í aðstöðu til þess - maka krókinn nema við segjum líka, þú mátt ekki vera með ef þú ætlar þér að haga þér svona. Við ætlum ekki að kjósa þig ef þú gætir hagsmuna auðvaldsins fyrst og fremst. Þú ert dæmdur úr leik ef þú kemur peningum undan sameiginlegum sjóðum og þú missir virðingu okkar ef þú níðist á fátæku fólki og fátækum þjóðum. Samfélagið sem við þurfum er samfélag þar sem allir hafa rödd, ekki bara sá frekasti, sá ríkasti eða sá háværasti heldur allir. Samfélag þar sem lýðræðið er virt og jöfnuður og jafnrétti er í forgrunni. Munum allt sem gengið hefur á síðustu ár og segjum hingað og ekki lengra. Burt með Spillinguna! Burt með arðránið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi ræðu flutti Drífa Snædal, forseti ASÍ, á mótmælafundinum Lýðræði ekki auðræði - Auðlindirnar aftur í okkar hendur á Austurvelli þann 7. desember.Kæru félagar, Munum hrunið Munum Panama Munum meðmæli með barnaníðingum Munum klausturmálið Munum Landsréttarmálið Munum Samherjamálið Munum brottvísanirnar Munum valdníðsluna, valdafólk sem hyglir fáum á kostnað fjöldans, valdafólk sem ber ekki virðingu fyrir lýðræði, fer með almannafé eins og sitt eigið og nýtir okkar sameiginlegu sjóði til að styrkja stöðu sína og sinna. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri en umburðalyndi okkar gagnvart vitleysunni held ég að sé nánast séríslensk. Þetta eru ekki einangruð mál, ekkert sem má bara bíða af sér. Bíða þangað til þjóðin fer að einbeita sér að öðru eins og jólaskreytingum. Við vitum sem er að öll þessi mál safnast upp og þegar enn eitt spillingarmálið opinberast opnast sárin sem hin skildu eftir. Þetta eru ekki einangruð mál, þetta er mynstur sem afhjúpar ráðamenn sem taka auðræði fram yfir lýðræði. Fólk sem lifir í eigin veruleika sínum og sinna, þekkir enga sem standa í biðröð eftir mat fyrir jólin, þekkir enga sem hafa ekki efni á lyfjum af því stjórnvöld hafa ákveðið að gróði útgerðarmanna sé mikilvægari. Því það er ákvörðun þeirra sem ráða hvort það sé mikilvægara að þeir sem eiga peninga geti átt meiri peninga eða hvort við öll fáum menntun og heilbrigði. Það er ekki til neitt fyrirlitlegra en fólk sem kemur sér hjá því að greiða í sameiginlega sjóði, hvort sem það er hér innanlands eða erlendis. Og það er jafn fyrirlitlegt að búa til kerfi þar sem einstaklingar geta makað krókinn á kostnað okkar sameiginlegu auðlinda, okkar sameiginlegu sjóða, okkar sameiginlegu velferðar. Af hverju erum við í þessari stöðu? Aftur og aftur. Getur verið að við höfum einblínt svo mikið á einstaklingshyggju að við missum af heildinni. Erum svo upptekin af því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur að við gleymum að vera besta útgáfan af samfélagi. Erum svo upptekin af núvitund mitt í öllu stressinu að við gleymum að reikna með samferðafólkinu í vitund okkar. Erum uppteknari af því að komast í kjólinn fyrir jólin en hafa af því áhyggjur að sumir geta ekki haldið jól svo vel sé. Kapítalisminn hefur haft gríðarleg áhrif í gegnum tíðina. Helstu áhrifin eru sennilega að við hugsum frekar um einstaklinga en samfélög. Erum svo upptekin af því að vera ekki meðvirk að við gleymum að hugsa um náungann og kjósum yfir okkur aftur og aftur fólk sem hugsar um að vera besta útgáfan af sjálfum sér og vinum sínum frekar en heildinni. Og þegar okkur tekst vel upp að hjálpa og aðstoða þjóð sem vill byggja upp gott samfélag fyrir alla og heldur að við séum fyrirmyndin þá koma kapítalistarnir í kjölfarið og breyta velvilja í arðrán, samfélagsþjónustu í einkabissness, hagsmunum heildar í gróða fárra. Og þegar fólk flýr ömurlegar aðstæður í heimalandi sem gróðafyrirtæki á Vesturlöndum hafa viðhaldið setja þessi sömu vesturlönd ómanneskjuleg skilyrði og hika ekki við að vísa fólki okkur ekki þóknanlegt aftur í ömurlegar aðstæður. Kæru félagar, við höfum verk að vinna. Við þurfum að breyta svo ótal mörgu en við verðum að vera viss um að þegar við breytum samfélaginu mun mannúðin sigra. Það eru margir á hliðarlínunni tilbúnir til að taka við stjórn og sum þessara afla eru ógnvekjandi. Útlendingaandúð, kvenhatur og andlýðræðisöfl vilja komast til enn frekari áhrifa. Það má aldrei verða. Við skulum breyta stjórnarskránni en vera þess fullmeðvituð að breyting á lögum breytir ekki endilega menningunni. Til þess þarf miklu meira afl, miklu meira samtal og miklu meiri þrýsting. Engin lög koma í veg fyrir að þeir sem eru í aðstöðu til þess - maka krókinn nema við segjum líka, þú mátt ekki vera með ef þú ætlar þér að haga þér svona. Við ætlum ekki að kjósa þig ef þú gætir hagsmuna auðvaldsins fyrst og fremst. Þú ert dæmdur úr leik ef þú kemur peningum undan sameiginlegum sjóðum og þú missir virðingu okkar ef þú níðist á fátæku fólki og fátækum þjóðum. Samfélagið sem við þurfum er samfélag þar sem allir hafa rödd, ekki bara sá frekasti, sá ríkasti eða sá háværasti heldur allir. Samfélag þar sem lýðræðið er virt og jöfnuður og jafnrétti er í forgrunni. Munum allt sem gengið hefur á síðustu ár og segjum hingað og ekki lengra. Burt með Spillinguna! Burt með arðránið!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar