Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 10:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira