Hola íslenskra fræða úr sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2019 11:08 Framkvæmdasvæðið í morgun. Þarna er enga holu að sjá. FSR Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo. Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo.
Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15