Hreyfing með byr í seglum Drífa Snædal skrifar 20. desember 2019 10:30 Verkalýðshreyfing sem nýtur ekki trausts sinna félagsmanna er lítils megnug enda fer aflið og slagkrafturinn eftir virkni og vilja félaganna. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá hverja könnunina á eftir annarri sem sýnir vaxandi stuðning við störf hreyfingarinnar. Nú síðast birtu Eining-Iðja á Akureyri og AFL starfsgreinafélag á Austurlandi niðurstöður skoðanakannana þar sem allt ber að sama brunni. Félagsmenn styðja sitt stéttarfélag, eru sáttir við störfin og telja félagið sitt standa með sér. Fyrr á þessu ári fengum við niðurstöður um traust gagnvart ASÍ, en það fer vaxandi svo um munar. Hreyfing vinnandi fólks hefur verið fyrirferðarmikil á árinu sem er að líða og haft áhrif í stóru sem smáu, ekki aðeins varðandi kaup og kjör heldur í stórum samfélagsmálum. Þar má nefna húsnæðismál, skattamál og vaxtamál svo eitthvað sé nefnt. Við höfum átt starfssamt ár en næsta ár verður ekki síður fullt af verkefnum og áskorunum. Enn á eftir að vinna úr fjölmörgum atriðum er lúta að kjarasamningunum og yfirlýsingum stjórnvalda frá því í vor. Svo ber að nefna að opinberir starfsmenn eiga enn eftir að semja við ríki og sveitarfélög. Þeir starfsmenn hafa nú verið samningslausir í níu mánuði sem er nánast fordæmalaust. Auk þessara mála mun Alþýðusambandið leggja áherslu á fræðslumál, breytingar á vinnumarkaði í framtíðinni og umhverfismál á nýju ári. Sem sagt, allt samfélagið undir eins og fyrri daginn. Þegar svona risavaxin verkefni eru á borðinu er gott að finna stuðning félagsmanna og ég hvet vinnandi fólk hvar sem er til að taka þátt í starfsemi síns stéttarfélags, láta í sér heyra og leggja sitt á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Verkalýðshreyfingin byggir ekki á einstaklingum heldur samstöðu margra. Aðeins þannig hefur árangur náðst. Ég óska launafólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, þakka fyrir gott og gjöfult ár og brýni okkur til góðra verka á nýju ári. Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfing sem nýtur ekki trausts sinna félagsmanna er lítils megnug enda fer aflið og slagkrafturinn eftir virkni og vilja félaganna. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá hverja könnunina á eftir annarri sem sýnir vaxandi stuðning við störf hreyfingarinnar. Nú síðast birtu Eining-Iðja á Akureyri og AFL starfsgreinafélag á Austurlandi niðurstöður skoðanakannana þar sem allt ber að sama brunni. Félagsmenn styðja sitt stéttarfélag, eru sáttir við störfin og telja félagið sitt standa með sér. Fyrr á þessu ári fengum við niðurstöður um traust gagnvart ASÍ, en það fer vaxandi svo um munar. Hreyfing vinnandi fólks hefur verið fyrirferðarmikil á árinu sem er að líða og haft áhrif í stóru sem smáu, ekki aðeins varðandi kaup og kjör heldur í stórum samfélagsmálum. Þar má nefna húsnæðismál, skattamál og vaxtamál svo eitthvað sé nefnt. Við höfum átt starfssamt ár en næsta ár verður ekki síður fullt af verkefnum og áskorunum. Enn á eftir að vinna úr fjölmörgum atriðum er lúta að kjarasamningunum og yfirlýsingum stjórnvalda frá því í vor. Svo ber að nefna að opinberir starfsmenn eiga enn eftir að semja við ríki og sveitarfélög. Þeir starfsmenn hafa nú verið samningslausir í níu mánuði sem er nánast fordæmalaust. Auk þessara mála mun Alþýðusambandið leggja áherslu á fræðslumál, breytingar á vinnumarkaði í framtíðinni og umhverfismál á nýju ári. Sem sagt, allt samfélagið undir eins og fyrri daginn. Þegar svona risavaxin verkefni eru á borðinu er gott að finna stuðning félagsmanna og ég hvet vinnandi fólk hvar sem er til að taka þátt í starfsemi síns stéttarfélags, láta í sér heyra og leggja sitt á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Verkalýðshreyfingin byggir ekki á einstaklingum heldur samstöðu margra. Aðeins þannig hefur árangur náðst. Ég óska launafólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, þakka fyrir gott og gjöfult ár og brýni okkur til góðra verka á nýju ári. Drífa
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar