Hvalárvirkjun slegið á frest um óákveðinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2020 16:17 Eyvindarfjarðará á Ströndum sem einnig heyrir undir Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo. Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo.
Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira