Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 19:24 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Mynd/Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira