Hjónabandsmiðlarinn LÍN Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 13. maí 2020 08:00 Lánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa tekið fjölmörgum breytingum í gegnum tíðina. Menntamálaráðherra kynnti til dæmis nýlega breytingar á endurgreiðslum námslána sem gætu orðið að veruleika á næstu misserum. Í eina tíð var hægt að taka svonefnd V-lán. Fyrirkomulag þeirra fer sjálfkrafa í fyrsta sæti yfir uppáhalds lán út frá höfundi séð því námslánin voru mögulega kveikjan að lífsgjöf minni og yngri systkina minna. LÍN og leitin að upprunanum Á þeim tíma sem foreldrar mínir voru í námi bauð LÍN upp á fyrrnefnd V-lán. Endurgreiðslur þeirra lána réðust meðal annars af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi skyldi lánþegi greiða af láninu í tuttugu ár en eftir þann tíma mátti hann eða hún eiga afganginn. Í öðru lagi var það þannig að ef einstaklingar sem báðir voru að greiða af V-láni pöruðust saman í sambúð helmingaðist fasta ársgreiðslan hjá hvorum einstaklingi fyrir sig. Til þess að teljast vera í sambúð þurfti eitt af þrennu að eiga við: Sambúðaraðilar ættu barn eða börn saman Barn væri leiðinni samkvæmt læknisvottorði. Sambúð hefði staðið í að minnsta kosti þrjú ár óslitið samkvæmt Þjóðskrá eða öðrum sönnunargögnum. Til viðbótar kom síðan tekjutengd afborgun en saman veittu þessar tvær fyrrnefndar reglur dágóðan afslátt af endurgreiðslu lána. Eftirstöðvar lána V-lánþega yrðu eðlilega mun lægri að tuttugu árum liðnum en eftirstöðvar annarra lána. Mamma mín hefur grínast með að V-lánið hafi verið helsti kosturinn sem pabbi sá við hana og örlagavaldur í tilhugalífi þeirra hjóna. Hann var jú nýútskrifaður rafmagnsverkfræðingur og þar með líklegt að ráðahagurinn hafi verið bestaður. Á þessum tíma hefur LÍN hefur þannig kannski verið óbeinn hvati til þess að þau og fólk í sömu stöðu tækju sig saman og eignuðust jafnvel börn! Óvænt vernd Í skilmálum V-lánanna voru fleiri athyglisvert ákvæði, samanber til dæmis: “Ef lántakandi fellur frá áður en endurgreiðslum lýkur, falla eftirstöðvar lána hans niður. Hið sama gildir ef lántakandi verður 100% öryrki. Verði lántakandi öryrki að lægri hundraðshlutum en 100, skal með lánsupphæð eða eftirstöðvar hennar farið að mati stjórnar sjóðsins. Stjórn sjóðsins áskilur sér þó rétt til bóta frá aðila, sem kynni að verða bótaskyldur gagnvart lántakanda vegna slysa eða atvika er leiddu til dauða eða örorku lánþega.” (undirstrikun höfundar) Síðasta setningin hefur veitt eins konar tryggingu því ef einhver hefði haft í huga að lúskra á manni gat maður bent á margra milljóna skuld hjá LÍN. Pabbi minn rifjaði ennfremur upp að í húsakynnum LÍN hafi á þeim tíma hangið uppi grein almennra hegningarlaga um að refsivert væri að veitast að opinberum starfsmönnum við störf. Spurning hvort það sagði meira um þjónustuna eða lánþegana? Hvaða þýðingu hefur sambúð fyrir greiðendur námslána sem eru tekin í dag? Í dag eru lánuð G-lán. Í lánaskilmálum þeirra hefur sambúð þýðingu en í annarri mynd en var á tímum V-lánanna. Nánar tiltekið hefur sambúð áhrif við ákvörðun tekjutengdu afborgunarinnar sem miðast við 3,75% af tekjustofni ársins á undan endurgreiðsluári, en með tekjustofni er átt við útsvarsstofn lánþega að viðbættum fjármagnstekjum. Ef lánþegi er í skráðri sambúð er miðað við 50% fjármagnstekna hans og sambúðaraðilans og skiptir ekki máli hvort tekjurnar eru af séreign samkvæmt kaupmála eða hjúskapareign. Í annan stað koma tekjur sambúðarmaka til skoðunar ef sótt er um undanþágu vegna fjárhagsörðugleika. Gaman er að velta fyrir sér hvernig svipuð sambúðarregla fyrir greiðendur og var í gildi á tímum v-lánanna myndi virka í nútímanum, yrði hún endurvakin. Gæti þetta orðið óvæntur plús á fyrsta stefnumóti, eða flýtt barneignarplönum? Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Rómur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Lánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa tekið fjölmörgum breytingum í gegnum tíðina. Menntamálaráðherra kynnti til dæmis nýlega breytingar á endurgreiðslum námslána sem gætu orðið að veruleika á næstu misserum. Í eina tíð var hægt að taka svonefnd V-lán. Fyrirkomulag þeirra fer sjálfkrafa í fyrsta sæti yfir uppáhalds lán út frá höfundi séð því námslánin voru mögulega kveikjan að lífsgjöf minni og yngri systkina minna. LÍN og leitin að upprunanum Á þeim tíma sem foreldrar mínir voru í námi bauð LÍN upp á fyrrnefnd V-lán. Endurgreiðslur þeirra lána réðust meðal annars af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi skyldi lánþegi greiða af láninu í tuttugu ár en eftir þann tíma mátti hann eða hún eiga afganginn. Í öðru lagi var það þannig að ef einstaklingar sem báðir voru að greiða af V-láni pöruðust saman í sambúð helmingaðist fasta ársgreiðslan hjá hvorum einstaklingi fyrir sig. Til þess að teljast vera í sambúð þurfti eitt af þrennu að eiga við: Sambúðaraðilar ættu barn eða börn saman Barn væri leiðinni samkvæmt læknisvottorði. Sambúð hefði staðið í að minnsta kosti þrjú ár óslitið samkvæmt Þjóðskrá eða öðrum sönnunargögnum. Til viðbótar kom síðan tekjutengd afborgun en saman veittu þessar tvær fyrrnefndar reglur dágóðan afslátt af endurgreiðslu lána. Eftirstöðvar lána V-lánþega yrðu eðlilega mun lægri að tuttugu árum liðnum en eftirstöðvar annarra lána. Mamma mín hefur grínast með að V-lánið hafi verið helsti kosturinn sem pabbi sá við hana og örlagavaldur í tilhugalífi þeirra hjóna. Hann var jú nýútskrifaður rafmagnsverkfræðingur og þar með líklegt að ráðahagurinn hafi verið bestaður. Á þessum tíma hefur LÍN hefur þannig kannski verið óbeinn hvati til þess að þau og fólk í sömu stöðu tækju sig saman og eignuðust jafnvel börn! Óvænt vernd Í skilmálum V-lánanna voru fleiri athyglisvert ákvæði, samanber til dæmis: “Ef lántakandi fellur frá áður en endurgreiðslum lýkur, falla eftirstöðvar lána hans niður. Hið sama gildir ef lántakandi verður 100% öryrki. Verði lántakandi öryrki að lægri hundraðshlutum en 100, skal með lánsupphæð eða eftirstöðvar hennar farið að mati stjórnar sjóðsins. Stjórn sjóðsins áskilur sér þó rétt til bóta frá aðila, sem kynni að verða bótaskyldur gagnvart lántakanda vegna slysa eða atvika er leiddu til dauða eða örorku lánþega.” (undirstrikun höfundar) Síðasta setningin hefur veitt eins konar tryggingu því ef einhver hefði haft í huga að lúskra á manni gat maður bent á margra milljóna skuld hjá LÍN. Pabbi minn rifjaði ennfremur upp að í húsakynnum LÍN hafi á þeim tíma hangið uppi grein almennra hegningarlaga um að refsivert væri að veitast að opinberum starfsmönnum við störf. Spurning hvort það sagði meira um þjónustuna eða lánþegana? Hvaða þýðingu hefur sambúð fyrir greiðendur námslána sem eru tekin í dag? Í dag eru lánuð G-lán. Í lánaskilmálum þeirra hefur sambúð þýðingu en í annarri mynd en var á tímum V-lánanna. Nánar tiltekið hefur sambúð áhrif við ákvörðun tekjutengdu afborgunarinnar sem miðast við 3,75% af tekjustofni ársins á undan endurgreiðsluári, en með tekjustofni er átt við útsvarsstofn lánþega að viðbættum fjármagnstekjum. Ef lánþegi er í skráðri sambúð er miðað við 50% fjármagnstekna hans og sambúðaraðilans og skiptir ekki máli hvort tekjurnar eru af séreign samkvæmt kaupmála eða hjúskapareign. Í annan stað koma tekjur sambúðarmaka til skoðunar ef sótt er um undanþágu vegna fjárhagsörðugleika. Gaman er að velta fyrir sér hvernig svipuð sambúðarregla fyrir greiðendur og var í gildi á tímum v-lánanna myndi virka í nútímanum, yrði hún endurvakin. Gæti þetta orðið óvæntur plús á fyrsta stefnumóti, eða flýtt barneignarplönum? Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar