Öflugt samstarf norrænna Fab Lab smiðja Frosti Gíslason skrifar 16. maí 2020 08:00 Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Nýsköpun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar