Erlendir nemendur á óvissutímum Derek Terell Allen skrifar 14. maí 2020 15:31 Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundar Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra lögðu til alls kyns lausnir settar fram í þeim tilgangi að bæta fjárhag stúdentaþar á meðal sköpun yfir 3.000 starfa, vaxtalausa greiðsludreifingu skrásetningargjalda, og fimmfaldað umfang Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Þó svo að stúdentar fagni þeim aðgerðum sem hafa verið kynntar eru vonbrigði að frumvarp er varðar rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hafi ekki verið samþykkt. Hagsmunafélög stúdenta hafa tekið undir mikilvægi þess að stúdentar hafi rétt á atvinnuleysisbótum til að tryggja þeim fjárhagslegt öryggi, en hvað ef bætur af þessu tagi myndu ekki vera aðgengilegar fyrir alla nemendur á Íslandi? Réttur erlendra nemenda til atvinnuleysisbóta er takmarkaður, sérstaklega ef þeir koma til landsins frá löndum sem ekki eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt námsmannaleyfi frá Útlendingastofnun er erlendum háskólanemum hvorki heimilt að vinna meira en því sem nemur 40% starfshlutfalli né vinna sjálfstætt. Vegna þessara takmarkana eru þeir þegar útilokaðir frá því að geta þegið atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun þar sem þær eru aðeins gefnar ef starfshlutfall hefur verið að minnsta kosti 50%. Einnig ber að horfa til framfærslu erlendra nemenda en þeir eiga að hafa að minnsta kosti 189.875 kr. á mánuði samkvæmt reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Námsmannaleyfi eru veitt annað hvort í sex mánuði eða eitt ár sem þýðir að erlendir námsmenn verða að eiga u.þ.b. 1.140.000 kr. til þess að eiga kost á dvalarleyfi. Það er nær ómögulegt fyrir erlenda nemendur að þéna því sem nemur þessari fjárhæð þegar þeim er aðeins heimilt að vinna 15 klukkustundir á viku en það eru u.þ.b. 8 vaktir á mánuði. Erfitt er að finna atvinnurekanda sem er fús til að ráða einstakling til vinnu sem sætir slíkum hömlum á atvinnufrelsi. Þessar aðstæður valda því að enn erfiðara verður fyrir erlenda nemendur að öðlast íslenskan ríkisborgararétt í framtíðinni. Til þess að öðlast ríkisborgararétt verður maður að vera með “trygga framfærslu” samkvæmt Útlendingastofnun. Reglurnar sem kveða á um “trygga framfærslu” eru tiltölulega óskýrar. Sem dæmi má nefna að heimilt er að þiggja atvinnuleysisbætur en ekki hafa þegið “félagslega aðstoð” frá ríkinu síðast liðin þrjú ár. Ef atvinnuleysisbætur eru ekki félagsleg aðstoð hvað telst þá til félagslegrar aðstoðar? Jafnframt er heimilt að þiggja húsaleigubætur án þess að seinka réttindum að ríkisborgararétti. Hvers vegna eru húsaleigubætur heimilar og hvernig væri hægt að tryggja að atvinnuleysisbætur verði einnig heimilaðar? Tilvera erlendra nema á Íslandi einkennist af óvissu, einkum þegar skoðuð er fjárhagsleg staða okkar í heild. Ég tel að gera megi betur hvað varðar þessi mál. Hlutfall erlendra háskólanema er um 10% innan Háskóla Íslands (1300 stúdentar). Við vinnum og borgum skatta hér á landi eins og innfæddir Íslendingar. Er okkar fjárhagur ekki jafn mikils virði og innfæddra? Nú eru erlendir nemar í erfiðri stöðu í kjölfar heimsfaraldursins. Við þurfum einnig á aðstoð að halda á þessum erfiðu tímum. Er gert ráð fyrir því að við höfum fjárhagslegt bakland í okkar heimalöndum? Eins og íslenskir nemendur vita, þá er ríkisborgararéttur í tilteknu ríki ekki staðfesting á fjárhagslegri aðstoð frá viðkomandi ríki. Hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi? Þó svo að jákvæðar aðgerðir séu á döfinni er það nauðsynlegt að stjórnvöld sem og nemendafulltrúar hugsi um alla háskólanemendur landsins þegar næstu skref eru tekin. Það er ekki vilji okkar að sitja á hakanum og fá fjármagn úr ríkissjóða fyrir ekki neitt ef vitnað er til Ásmundars Einars félags- og barnamálaráðherra. Við viljum leggja okkar að mörkum við að byggja upp þetta frábæra samfélag sem við búum í og krefjumst jafnréttis til náms og atvinnu. Höfundur er núverandi útgáfustjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta og verðandi jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Derek T. Allen Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundar Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra lögðu til alls kyns lausnir settar fram í þeim tilgangi að bæta fjárhag stúdentaþar á meðal sköpun yfir 3.000 starfa, vaxtalausa greiðsludreifingu skrásetningargjalda, og fimmfaldað umfang Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Þó svo að stúdentar fagni þeim aðgerðum sem hafa verið kynntar eru vonbrigði að frumvarp er varðar rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hafi ekki verið samþykkt. Hagsmunafélög stúdenta hafa tekið undir mikilvægi þess að stúdentar hafi rétt á atvinnuleysisbótum til að tryggja þeim fjárhagslegt öryggi, en hvað ef bætur af þessu tagi myndu ekki vera aðgengilegar fyrir alla nemendur á Íslandi? Réttur erlendra nemenda til atvinnuleysisbóta er takmarkaður, sérstaklega ef þeir koma til landsins frá löndum sem ekki eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt námsmannaleyfi frá Útlendingastofnun er erlendum háskólanemum hvorki heimilt að vinna meira en því sem nemur 40% starfshlutfalli né vinna sjálfstætt. Vegna þessara takmarkana eru þeir þegar útilokaðir frá því að geta þegið atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun þar sem þær eru aðeins gefnar ef starfshlutfall hefur verið að minnsta kosti 50%. Einnig ber að horfa til framfærslu erlendra nemenda en þeir eiga að hafa að minnsta kosti 189.875 kr. á mánuði samkvæmt reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Námsmannaleyfi eru veitt annað hvort í sex mánuði eða eitt ár sem þýðir að erlendir námsmenn verða að eiga u.þ.b. 1.140.000 kr. til þess að eiga kost á dvalarleyfi. Það er nær ómögulegt fyrir erlenda nemendur að þéna því sem nemur þessari fjárhæð þegar þeim er aðeins heimilt að vinna 15 klukkustundir á viku en það eru u.þ.b. 8 vaktir á mánuði. Erfitt er að finna atvinnurekanda sem er fús til að ráða einstakling til vinnu sem sætir slíkum hömlum á atvinnufrelsi. Þessar aðstæður valda því að enn erfiðara verður fyrir erlenda nemendur að öðlast íslenskan ríkisborgararétt í framtíðinni. Til þess að öðlast ríkisborgararétt verður maður að vera með “trygga framfærslu” samkvæmt Útlendingastofnun. Reglurnar sem kveða á um “trygga framfærslu” eru tiltölulega óskýrar. Sem dæmi má nefna að heimilt er að þiggja atvinnuleysisbætur en ekki hafa þegið “félagslega aðstoð” frá ríkinu síðast liðin þrjú ár. Ef atvinnuleysisbætur eru ekki félagsleg aðstoð hvað telst þá til félagslegrar aðstoðar? Jafnframt er heimilt að þiggja húsaleigubætur án þess að seinka réttindum að ríkisborgararétti. Hvers vegna eru húsaleigubætur heimilar og hvernig væri hægt að tryggja að atvinnuleysisbætur verði einnig heimilaðar? Tilvera erlendra nema á Íslandi einkennist af óvissu, einkum þegar skoðuð er fjárhagsleg staða okkar í heild. Ég tel að gera megi betur hvað varðar þessi mál. Hlutfall erlendra háskólanema er um 10% innan Háskóla Íslands (1300 stúdentar). Við vinnum og borgum skatta hér á landi eins og innfæddir Íslendingar. Er okkar fjárhagur ekki jafn mikils virði og innfæddra? Nú eru erlendir nemar í erfiðri stöðu í kjölfar heimsfaraldursins. Við þurfum einnig á aðstoð að halda á þessum erfiðu tímum. Er gert ráð fyrir því að við höfum fjárhagslegt bakland í okkar heimalöndum? Eins og íslenskir nemendur vita, þá er ríkisborgararéttur í tilteknu ríki ekki staðfesting á fjárhagslegri aðstoð frá viðkomandi ríki. Hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi? Þó svo að jákvæðar aðgerðir séu á döfinni er það nauðsynlegt að stjórnvöld sem og nemendafulltrúar hugsi um alla háskólanemendur landsins þegar næstu skref eru tekin. Það er ekki vilji okkar að sitja á hakanum og fá fjármagn úr ríkissjóða fyrir ekki neitt ef vitnað er til Ásmundars Einars félags- og barnamálaráðherra. Við viljum leggja okkar að mörkum við að byggja upp þetta frábæra samfélag sem við búum í og krefjumst jafnréttis til náms og atvinnu. Höfundur er núverandi útgáfustjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta og verðandi jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar