Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 17:11 Borgarleikhúsið vetur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira