Nýtur góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði Andri Eysteinsson skrifar 10. apríl 2020 11:36 Siglfirðingurinn Alma D. Möller settist niður með Heimi Karlssyni og ræddi meðal annars æskuárin. Vísir/Vilhelm „Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott. Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott.
Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira