Hummer EV verður sennilega ekki fyrsti raf-pallbíllinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. apríl 2020 07:00 Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent
Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent