Egypskir læknar kenna stjórnvöldum um dauða félaga sinna Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 16:50 Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Kaíró rýnir í röntgenmynd af lungum. Kórónuveirufaraldurinn er ekki í rénun í Egyptalandi og læknar varar við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Vísir/EPA Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín. Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín.
Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira