Vonast til að draga úr umferð með heimavinnu starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 13:33 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir/vihelm Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun. Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun.
Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira