Microsoft skiptir blaðamönnum út fyrir vélmenni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:37 Microsoft hyggst skipta blaðamönnum út fyrir gervigreind. Getty/ John Lamparski Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi. Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi.
Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48
Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35