Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sylvía Hall skrifar 10. júní 2020 22:06 Stöðuuppfærsla Semu vakti mikla athygli í gær. Vísir/Friðrik Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni þar sem hún sakaði þá Pétur Jóhann, Björn Braga og Egil Einarsson um rasisma og fordómafulla hegðun í myndbandi sem Björn Bragi birti á Instagram-síðu sinni. Hún segist standa við gagnrýnina sem hafi jafnframt átt fullan rétt á sér. Færsla Semu í gær vakti mikla athygli og voru skiptar skoðanir á henni, líkt og hún bendir á í stöðuuppfærslu sinni. Hún segir marga hafa gert lítið úr gagnrýni hennar og það hafi mest allt verið fólk sem hefði sjálft aldrei upplifað það að verða fyrir rasisma. Hún segir áreitið hafa verið mikið; hún hafi fengið hótanir um ofbeldi og henni hafi verið sagt að fjölskylda hennar yrði skotin. Hún standi þrátt fyrir það við fyrri orð og segir myndbandið dæmi um hegðun sem ali á fordómum og kvenfyrirlitningu. „Það sást skýrt á sorpinu sem fylgdarlið þeirra skildi eftir á instagraminu hjá mér (og einkenndist af sömu efnistökum) og varð til þess að ég þurfti að loka fyrir athugasemdir þar,“ skrifar Sema. Viðbrögðin endurspegla hversu langt er í land Sema segist vön því að fá slík viðbrögð í ljósi þess að hún hafi oft fjallað um fordóma, hatur, kvenfyrirlitningu og rasisma sem hún hafi rannsakað vel og þekki á eigin skinni. Þau endurspegli þó hversu langt er í land í íslensku fjölmenningarsamfélagi. „Ein skýrasta birtingarmynd þess er að ÉG hef verið gerð að aðal persónu þessarar sögu (sem hefur í raun ekkert með mig að gera). ÉG (konan - af erlendum uppruna) er sett í fyrirsagnir - ekki það sem þeir gerðu. Það hefur ítrekað verið kallað eftir því að ÉG svari fyrir það sem ÉG var að gera. ÉG gekk of langt. ÉG gerði rangt. ÉG er dóni. ÉG er látin sitja fyrir svörum og látin skýra það sem MÉR gekk til. Á sama tíma krefst enginn þess að þessir "flottu" og "frægu" gaurar svari fyrir ógeðfellda framkomu sína. Það er enginn að biðja þá um að svara fyrir hegðun sína, rasisma sinn og kvenfyrirlitningu. Nei, ÉG er vondi gæjinn í þessar hryllingsmynd,“ skrifar Sema. Sema ræddi málið í Harmageddon í dag þar sem hún sagði hegðunina augljósan rasisma. Hún eigi ekki í erfiðleikum með að svara fyrir gagnrýnina þó viðbrögðin hafi verið sterk og mikil. Hún myndi jafnframt ekki hika við að gera slíkt aftur. „Ég afhjúpaði kvenfyrirlitningu og fordóma hjá þekktum einstaklingum sem eiga að heita fyrirmyndir. Ég mun ekki hika við að gera það aftur. Ég mun ekki sykurhúða kvenfyrirlitningu eða tipla á tánum í kringum rasisma. Ég mun ekki þegja eða hugsa mig tvisvar um áður en ég afhjúpa fordóma og rasisma. Ég hef aldrei gert það og sé enga ástæðu til þess að byrja á því núna. Ég iðka and-rasisma í mínu daglega lífi og hluti af því er að afhjúpa rasisma, óháð því um hvern ræðir eða hversu óþægilegt það kann að vera.“ Hún skorar á fólk að krefja þremenningana um svör við því hvort „þeir ætli virkilega að vera þátttakendur í slíku ofbeldi“ því á meðan þeir svari ekki fyrir það séu þeir að taka þátt í því. Rasismi sé aldrei í lagi og hann sé hættulegur. Hér að neðan má lesa stöðuuppfærslu Semu í heild sinni. Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni þar sem hún sakaði þá Pétur Jóhann, Björn Braga og Egil Einarsson um rasisma og fordómafulla hegðun í myndbandi sem Björn Bragi birti á Instagram-síðu sinni. Hún segist standa við gagnrýnina sem hafi jafnframt átt fullan rétt á sér. Færsla Semu í gær vakti mikla athygli og voru skiptar skoðanir á henni, líkt og hún bendir á í stöðuuppfærslu sinni. Hún segir marga hafa gert lítið úr gagnrýni hennar og það hafi mest allt verið fólk sem hefði sjálft aldrei upplifað það að verða fyrir rasisma. Hún segir áreitið hafa verið mikið; hún hafi fengið hótanir um ofbeldi og henni hafi verið sagt að fjölskylda hennar yrði skotin. Hún standi þrátt fyrir það við fyrri orð og segir myndbandið dæmi um hegðun sem ali á fordómum og kvenfyrirlitningu. „Það sást skýrt á sorpinu sem fylgdarlið þeirra skildi eftir á instagraminu hjá mér (og einkenndist af sömu efnistökum) og varð til þess að ég þurfti að loka fyrir athugasemdir þar,“ skrifar Sema. Viðbrögðin endurspegla hversu langt er í land Sema segist vön því að fá slík viðbrögð í ljósi þess að hún hafi oft fjallað um fordóma, hatur, kvenfyrirlitningu og rasisma sem hún hafi rannsakað vel og þekki á eigin skinni. Þau endurspegli þó hversu langt er í land í íslensku fjölmenningarsamfélagi. „Ein skýrasta birtingarmynd þess er að ÉG hef verið gerð að aðal persónu þessarar sögu (sem hefur í raun ekkert með mig að gera). ÉG (konan - af erlendum uppruna) er sett í fyrirsagnir - ekki það sem þeir gerðu. Það hefur ítrekað verið kallað eftir því að ÉG svari fyrir það sem ÉG var að gera. ÉG gekk of langt. ÉG gerði rangt. ÉG er dóni. ÉG er látin sitja fyrir svörum og látin skýra það sem MÉR gekk til. Á sama tíma krefst enginn þess að þessir "flottu" og "frægu" gaurar svari fyrir ógeðfellda framkomu sína. Það er enginn að biðja þá um að svara fyrir hegðun sína, rasisma sinn og kvenfyrirlitningu. Nei, ÉG er vondi gæjinn í þessar hryllingsmynd,“ skrifar Sema. Sema ræddi málið í Harmageddon í dag þar sem hún sagði hegðunina augljósan rasisma. Hún eigi ekki í erfiðleikum með að svara fyrir gagnrýnina þó viðbrögðin hafi verið sterk og mikil. Hún myndi jafnframt ekki hika við að gera slíkt aftur. „Ég afhjúpaði kvenfyrirlitningu og fordóma hjá þekktum einstaklingum sem eiga að heita fyrirmyndir. Ég mun ekki hika við að gera það aftur. Ég mun ekki sykurhúða kvenfyrirlitningu eða tipla á tánum í kringum rasisma. Ég mun ekki þegja eða hugsa mig tvisvar um áður en ég afhjúpa fordóma og rasisma. Ég hef aldrei gert það og sé enga ástæðu til þess að byrja á því núna. Ég iðka and-rasisma í mínu daglega lífi og hluti af því er að afhjúpa rasisma, óháð því um hvern ræðir eða hversu óþægilegt það kann að vera.“ Hún skorar á fólk að krefja þremenningana um svör við því hvort „þeir ætli virkilega að vera þátttakendur í slíku ofbeldi“ því á meðan þeir svari ekki fyrir það séu þeir að taka þátt í því. Rasismi sé aldrei í lagi og hann sé hættulegur. Hér að neðan má lesa stöðuuppfærslu Semu í heild sinni.
Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42
Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40