Segir titilvonir Stjörnunnar byggðar á sandi: „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þá að Íslandsmeisturum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 14:30 Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson þjálfa Stjörnuna saman. vísir/sigurjón Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu? Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu?
Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira