Sara og Björgvin Karl kepptu á heimavelli en þeirra fólk mátti samt ekki hvetja þau áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Björgvin Karl og Sara Sigmundsdóttir halda áfram að gera það gott í CrossFit. vísir/vilhelm Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit
CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Sjá meira