Hafa náð samkomulagi við Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 15:02 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“ Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“
Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira