Þetta gerðist á okkar vakt Grímur Atlason skrifar 26. júní 2020 14:34 Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Grímur Atlason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar