Umboðsmaður óskar eftir gögnum vegna brunans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2020 16:15 Frá vettvangi brunans á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira