Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:51 Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Getty/ Shannon Finney Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36
Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37