Beygði af í viðtali eftir sigurinn á 3M Open: „Get ekki beðið eftir því að faðma son minn og konuna mína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 12:30 Það fór ekkert á milli mála hversu miklu sigurinn á 3M Open skipti Michael Thompson. getty/Nick Wosika Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn
Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00