Dúxaði virtan hönnunarskóla í Mílanó: „Það skiptir máli að geta hjálpað bæði fólki og umhverfinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 07:15 Auður segir að umhverfismál hafi átt hug hennar og hjarta og hún hafi viljað nálgast hönnun á umhverfisvænan hátt. Aðsend Auður Katrín Víðisdóttir lauk í lok júlí námi í innanhússhönnun við Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu. Auður gerði sér lítið fyrir og dúxaði námið með hæstu mögulegu einkunn, eða 110 af 110 mögulegum. Auður stefnir á að fara í mastersnám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands í haust en hún hefur mikinn áhuga á að tvinna saman hönnun og umhverfismál. Auður hóf nám við skólann haustið 2017 og flutti út til Mílanó til að stunda þar nám. Hún hafði búið á Ítalíu þegar hún var í skiptinámi þar þegar hún var í menntaskóla og segir hún þá reynslu hafa nýst sér vel við flutningana. „Ég var skiptnemi úti á Ítalíu með AFS þegar ég var sautján ára og lærði þá ítölsku sem nýttist mér vel við að búa þarna úti,“ segir Auður. „Ég var smá stressuð fyrir því að fara út og læra á ensku en af því að þetta er svo alþjóðlegt umhverfi og þar er fólk frá ólíkum löndum þá var það einhvern vegin minna mál. Maður komst mjög hratt inn í námið og var að læra svo mörg ný hugtök sem maður kann jafnvel ekki á íslensku að það var í rauninn miklu minna mál en ég bjóst við.“ Skiptir máli að geta hjálpað bæði fólki og umhverfinu Námið var að hennar sögn mjög þverfaglegt og spannað allt frá innanhússhönnun upp í markaðsfræði, nýsköpun, heimspeki og mannfræði. „Skólinn leggur áherslu á að námið nái yfir ýmis svið hönnunar, grafíska hönnun, vöruhönnun, þjónustuhönnun og sviðsmyndahönnun til þess að hönnuðurinn skilji ólík svið hönnunar og geti þá unnið í teymum eins og er svo mikið gert í þessum hönnunarbransa og eigi í rauninni auðveldara með að vinna með fólki með ólíka menntun og reynslu að baki.“ Hún hafi jafnframt í náminu kynnst sjálfri sér vel og komist að því hvar hennar áhugasvið lægi. Umhverfismálin hafi átt hug hennar og hjarta. „Mér fannst ótrúlega áhugavert að tvinna þetta saman, hönnun og umhverfismál,“ segir Auður. „Það er auðvitað bara þannig í þessum bransa í dag að umhverfismál eru mjög mikilvæg. Ég kem úr sveit að norðan og hef alltaf verið ótrúlega tengd náttúrunni og þetta hefur alltaf verið mér mjög hugleikið.“ Hún tók jafnframt kúrsa í skólanum þar sem umhverfismál voru til umfjöllunar og segir hún að einn kúrsinn hafi fjallað um hina nýju öld, sem kallast mannöld á íslensku, og breytingarnar sem eru að eiga sér stað með veðurfarsbreytingum og fleiru. „Mér fannst það einhvern vegin það sem skipti máli. Mér finnst, þegar kemur að hönnun, það sem skiptir máli að hafa einhver áhrif og geta hjálpað bæði fólki og umhverfinu af því að það er grunnurinn að því að við getum svo á endanum lifað góðu og mannsæmandi lífi.“ Hannaði félagslega sjálfbæra menningarmiðstöð Hún segist hafa lært mikið af því að fara út í nám og vera í alþjóðlegum skóla. Hún hafi dregið mikinn lærdóm af því að þurfa að vinna með fólki alls staðar að úr heiminum. „Það að fá að læra í svona alþjóðlegu umhverfi og vera í námi með fólki frá ólíkum löndum og að læra að vinna með þeim og vera í hópum með þeim. Það er mikil áhersla lögð á hópavinnu í þessum skóla, af því að ólíkir menningarheimar fela í sér ólík samskiptaform, skoðanir og áherslur og það getur verið rosalega mikil áskorun.“ AðsendMenningarmiðstöð Auðar.AðsendAðsendAðsendAðsendAðsend Það hafi jafnframt verið mikill lærdómur að búa í Mílanó. „Ein ástæða þess að ég ákvað að fara út var að taka svolítið stökk og gera eitthvað sem væri mikil áskorun og það er mjög krefjandi að fara út í nám, það er alveg heill lærdómur út af fyrir sig,“ segir Auður. „Það að búa þarna úti í Mílanó, sem er evrópsk borg, það er svo ólíkt því sem er hérna heima. Maður lærir líka að kunna að meta það sem er hérna heima þegar maður hefur prófað annað. Svo þegar maður kemur heim saknar maður þess sem maður hefur úti.“ Lokaverkefni Auðar snerist um að búa til menningarmiðstöð þar sem fólk getur komið og fengið hluti lánað í stað þess að eiga þá, sem kallast „library of things“ á ensku. Verkefnið snerist, að sögn Auðar, mikið um að vera „félagslega sjálfbært“ (e. socially sustainable). Aðsend „Það snerist líka um að fá aðstoð frá öðrum til að framkvæma verkefni sem þarf að gera og í rauninni að styrkja þessi sambönd nágranna og á sama tíma að geta notað sömu hluti svo við þurfum ekki að eiga svona mikið af hlutum. Mér finnst svona ótrúlega áhugavert, svona nálganir á umhverfismál. Þannig að þetta er í rauninni nýsköpun,“ segir Auður. „Mér fannst mjög skemmtilegt, sem kom mér líka á óvart með námið, að það væri svona mikil nýsköpun í þessu. Að koma með nýjar hugmyndir en ekki bara hvernig eitthvað á að líta út eða þannig heldur að betrumbæta líf fólks og upplifun og jafnvel að hanna þjónustu.“ Mikil óvissa vegna kórónuveirufaraldursins Síðasta önnin í námi Auðar einkenndist mikið af kórónuveirufaraldrinum sem hafði mikil og alvarleg áhrif, sérstaklega á norður Ítalíu þar sem Auður stundaði nám. Hún segir aðstæðurnar hafa verið gríðarlega krefjandi fyrir alla, bæði nemendur, starfsmenn skólans og leiðbeinendur. Mikil óvissa hafi ríkt í upphafi en stjórnvöld á Ítalíu hafi ekki gefið skýr tilmæli og var skólanum því lokað í þrjár vikur áður en fjarnám hófst. „Ég var heppin með það að þegar þetta skall á var ég í fjögurra daga vetrarfríi á Íslandi og daginn áður en ég átti flug aftur út komu fyrstu smitin upp á Ítalíu. Þá var óvissa um hvort skólanum yrði lokað og ég í rauninn tók ákvörðun um að sleppa fluginu heim sem ég átti daginn eftir til Mílanó og þá að taka þeim afleiðingum,“ segir Auður. Daginn eftir hafi svo tilkynning komið frá skólanum um að honum yrði lokað í viku og Auður varð eftir á Íslandi en hún hefur ekki farið aftur út síðan. Skólinn tilkynnti svo um vikulokun í viðbót og þriðju vikuna þegar að því kom. Þegar þriðja vikan var að lokum komin hófst svo fjarnám. Auður ásamt vinkonum sínum á Ítalíu.Aðsend „Eftir þessar þrjár vikur þar sem allt var í rauninni lokað var gert plan um að hafa allt í fjarnámi og það gekk eins allan tímann. Það sem var kannski erfiðast við þetta var að stjórnvöld á Ítalíu voru með mjög óskýrar leiðbeiningar, hvernig allt átti að vera. Það hafði mjög mikil áhrif á það í byrjun hvernig skólinn ætlaði að tækla þetta því við fengum upplýsingar svo seint,“ segir Auður. „Þetta var í miðju lokaverkefni og lokaverkefnið er hópavinna. Við vorum dreifðar út um allt, ég á Íslandi, ein á Ítalíu og ein í Búlgaríu. Í rauninni voru allir bara að gera sitt besta og maður lærði ótrúlega mikið á því að vinna svona á annan hátt. Þetta er kannski það sem koma skal.“ Auður var búsett í Mílanó á Ítalíu í tæp þrjú ár.Aðsend Hvað tekur við? Auður hefur mastersnám í Umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í haust en hún segist jafnframt opin fyrir því að vinna ef gott tækifæri gefst. Hún vilji fá að læra að vinna með hönnuðum með ólíkan bakgrunn og reynslu sem hún geti lært af. „Ég er líka þannig að ég hef mikla þörf fyrir sköpun og er frekar listræn í eðli mínu og mig langaði að fara einhverja leið þar sem ég get fengið útrás fyrir sköpunargleðina en á sama tíma haft einhverja afmarkað braut til að vinna eftir,“ segir hún. „Það sem skiptir mig máli, og það sem ég fann líka minn áhuga á í þessu námi, var hvað það miðaði að því formi sköpunar sem hefur áhrif á upplifun fólks og vellíðan í daglegu lífi.“ Skóla - og menntamál Ítalía Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Dúxinn orðið fyrir ómeðvituðum fordómum Ivana Anna Nikolic útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu Lagadeildar Háskóla Íslands þegar hún útskrifaðist með meistaragráðu, Mag. Jur., á laugardaginn síðastliðinn. 2. júlí 2020 10:00 Dúxaði með 9,7 í einkunn og stefnir á tölvunarfræði í haust Reyn Alpha Magnúsar er annar tveggja dúxa sem útskrifaðist úr Tækniskólanum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 29. maí. Reyn útskrifaðist af tölvubraut með 9,7 í einkunn og dúxaði hán ásamt Njáli Halldórssyni sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut flugtækni. 6. júní 2020 11:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Auður Katrín Víðisdóttir lauk í lok júlí námi í innanhússhönnun við Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu. Auður gerði sér lítið fyrir og dúxaði námið með hæstu mögulegu einkunn, eða 110 af 110 mögulegum. Auður stefnir á að fara í mastersnám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands í haust en hún hefur mikinn áhuga á að tvinna saman hönnun og umhverfismál. Auður hóf nám við skólann haustið 2017 og flutti út til Mílanó til að stunda þar nám. Hún hafði búið á Ítalíu þegar hún var í skiptinámi þar þegar hún var í menntaskóla og segir hún þá reynslu hafa nýst sér vel við flutningana. „Ég var skiptnemi úti á Ítalíu með AFS þegar ég var sautján ára og lærði þá ítölsku sem nýttist mér vel við að búa þarna úti,“ segir Auður. „Ég var smá stressuð fyrir því að fara út og læra á ensku en af því að þetta er svo alþjóðlegt umhverfi og þar er fólk frá ólíkum löndum þá var það einhvern vegin minna mál. Maður komst mjög hratt inn í námið og var að læra svo mörg ný hugtök sem maður kann jafnvel ekki á íslensku að það var í rauninn miklu minna mál en ég bjóst við.“ Skiptir máli að geta hjálpað bæði fólki og umhverfinu Námið var að hennar sögn mjög þverfaglegt og spannað allt frá innanhússhönnun upp í markaðsfræði, nýsköpun, heimspeki og mannfræði. „Skólinn leggur áherslu á að námið nái yfir ýmis svið hönnunar, grafíska hönnun, vöruhönnun, þjónustuhönnun og sviðsmyndahönnun til þess að hönnuðurinn skilji ólík svið hönnunar og geti þá unnið í teymum eins og er svo mikið gert í þessum hönnunarbransa og eigi í rauninni auðveldara með að vinna með fólki með ólíka menntun og reynslu að baki.“ Hún hafi jafnframt í náminu kynnst sjálfri sér vel og komist að því hvar hennar áhugasvið lægi. Umhverfismálin hafi átt hug hennar og hjarta. „Mér fannst ótrúlega áhugavert að tvinna þetta saman, hönnun og umhverfismál,“ segir Auður. „Það er auðvitað bara þannig í þessum bransa í dag að umhverfismál eru mjög mikilvæg. Ég kem úr sveit að norðan og hef alltaf verið ótrúlega tengd náttúrunni og þetta hefur alltaf verið mér mjög hugleikið.“ Hún tók jafnframt kúrsa í skólanum þar sem umhverfismál voru til umfjöllunar og segir hún að einn kúrsinn hafi fjallað um hina nýju öld, sem kallast mannöld á íslensku, og breytingarnar sem eru að eiga sér stað með veðurfarsbreytingum og fleiru. „Mér fannst það einhvern vegin það sem skipti máli. Mér finnst, þegar kemur að hönnun, það sem skiptir máli að hafa einhver áhrif og geta hjálpað bæði fólki og umhverfinu af því að það er grunnurinn að því að við getum svo á endanum lifað góðu og mannsæmandi lífi.“ Hannaði félagslega sjálfbæra menningarmiðstöð Hún segist hafa lært mikið af því að fara út í nám og vera í alþjóðlegum skóla. Hún hafi dregið mikinn lærdóm af því að þurfa að vinna með fólki alls staðar að úr heiminum. „Það að fá að læra í svona alþjóðlegu umhverfi og vera í námi með fólki frá ólíkum löndum og að læra að vinna með þeim og vera í hópum með þeim. Það er mikil áhersla lögð á hópavinnu í þessum skóla, af því að ólíkir menningarheimar fela í sér ólík samskiptaform, skoðanir og áherslur og það getur verið rosalega mikil áskorun.“ AðsendMenningarmiðstöð Auðar.AðsendAðsendAðsendAðsendAðsend Það hafi jafnframt verið mikill lærdómur að búa í Mílanó. „Ein ástæða þess að ég ákvað að fara út var að taka svolítið stökk og gera eitthvað sem væri mikil áskorun og það er mjög krefjandi að fara út í nám, það er alveg heill lærdómur út af fyrir sig,“ segir Auður. „Það að búa þarna úti í Mílanó, sem er evrópsk borg, það er svo ólíkt því sem er hérna heima. Maður lærir líka að kunna að meta það sem er hérna heima þegar maður hefur prófað annað. Svo þegar maður kemur heim saknar maður þess sem maður hefur úti.“ Lokaverkefni Auðar snerist um að búa til menningarmiðstöð þar sem fólk getur komið og fengið hluti lánað í stað þess að eiga þá, sem kallast „library of things“ á ensku. Verkefnið snerist, að sögn Auðar, mikið um að vera „félagslega sjálfbært“ (e. socially sustainable). Aðsend „Það snerist líka um að fá aðstoð frá öðrum til að framkvæma verkefni sem þarf að gera og í rauninni að styrkja þessi sambönd nágranna og á sama tíma að geta notað sömu hluti svo við þurfum ekki að eiga svona mikið af hlutum. Mér finnst svona ótrúlega áhugavert, svona nálganir á umhverfismál. Þannig að þetta er í rauninni nýsköpun,“ segir Auður. „Mér fannst mjög skemmtilegt, sem kom mér líka á óvart með námið, að það væri svona mikil nýsköpun í þessu. Að koma með nýjar hugmyndir en ekki bara hvernig eitthvað á að líta út eða þannig heldur að betrumbæta líf fólks og upplifun og jafnvel að hanna þjónustu.“ Mikil óvissa vegna kórónuveirufaraldursins Síðasta önnin í námi Auðar einkenndist mikið af kórónuveirufaraldrinum sem hafði mikil og alvarleg áhrif, sérstaklega á norður Ítalíu þar sem Auður stundaði nám. Hún segir aðstæðurnar hafa verið gríðarlega krefjandi fyrir alla, bæði nemendur, starfsmenn skólans og leiðbeinendur. Mikil óvissa hafi ríkt í upphafi en stjórnvöld á Ítalíu hafi ekki gefið skýr tilmæli og var skólanum því lokað í þrjár vikur áður en fjarnám hófst. „Ég var heppin með það að þegar þetta skall á var ég í fjögurra daga vetrarfríi á Íslandi og daginn áður en ég átti flug aftur út komu fyrstu smitin upp á Ítalíu. Þá var óvissa um hvort skólanum yrði lokað og ég í rauninn tók ákvörðun um að sleppa fluginu heim sem ég átti daginn eftir til Mílanó og þá að taka þeim afleiðingum,“ segir Auður. Daginn eftir hafi svo tilkynning komið frá skólanum um að honum yrði lokað í viku og Auður varð eftir á Íslandi en hún hefur ekki farið aftur út síðan. Skólinn tilkynnti svo um vikulokun í viðbót og þriðju vikuna þegar að því kom. Þegar þriðja vikan var að lokum komin hófst svo fjarnám. Auður ásamt vinkonum sínum á Ítalíu.Aðsend „Eftir þessar þrjár vikur þar sem allt var í rauninni lokað var gert plan um að hafa allt í fjarnámi og það gekk eins allan tímann. Það sem var kannski erfiðast við þetta var að stjórnvöld á Ítalíu voru með mjög óskýrar leiðbeiningar, hvernig allt átti að vera. Það hafði mjög mikil áhrif á það í byrjun hvernig skólinn ætlaði að tækla þetta því við fengum upplýsingar svo seint,“ segir Auður. „Þetta var í miðju lokaverkefni og lokaverkefnið er hópavinna. Við vorum dreifðar út um allt, ég á Íslandi, ein á Ítalíu og ein í Búlgaríu. Í rauninni voru allir bara að gera sitt besta og maður lærði ótrúlega mikið á því að vinna svona á annan hátt. Þetta er kannski það sem koma skal.“ Auður var búsett í Mílanó á Ítalíu í tæp þrjú ár.Aðsend Hvað tekur við? Auður hefur mastersnám í Umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í haust en hún segist jafnframt opin fyrir því að vinna ef gott tækifæri gefst. Hún vilji fá að læra að vinna með hönnuðum með ólíkan bakgrunn og reynslu sem hún geti lært af. „Ég er líka þannig að ég hef mikla þörf fyrir sköpun og er frekar listræn í eðli mínu og mig langaði að fara einhverja leið þar sem ég get fengið útrás fyrir sköpunargleðina en á sama tíma haft einhverja afmarkað braut til að vinna eftir,“ segir hún. „Það sem skiptir mig máli, og það sem ég fann líka minn áhuga á í þessu námi, var hvað það miðaði að því formi sköpunar sem hefur áhrif á upplifun fólks og vellíðan í daglegu lífi.“
Skóla - og menntamál Ítalía Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Dúxinn orðið fyrir ómeðvituðum fordómum Ivana Anna Nikolic útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu Lagadeildar Háskóla Íslands þegar hún útskrifaðist með meistaragráðu, Mag. Jur., á laugardaginn síðastliðinn. 2. júlí 2020 10:00 Dúxaði með 9,7 í einkunn og stefnir á tölvunarfræði í haust Reyn Alpha Magnúsar er annar tveggja dúxa sem útskrifaðist úr Tækniskólanum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 29. maí. Reyn útskrifaðist af tölvubraut með 9,7 í einkunn og dúxaði hán ásamt Njáli Halldórssyni sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut flugtækni. 6. júní 2020 11:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00
Dúxinn orðið fyrir ómeðvituðum fordómum Ivana Anna Nikolic útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu Lagadeildar Háskóla Íslands þegar hún útskrifaðist með meistaragráðu, Mag. Jur., á laugardaginn síðastliðinn. 2. júlí 2020 10:00
Dúxaði með 9,7 í einkunn og stefnir á tölvunarfræði í haust Reyn Alpha Magnúsar er annar tveggja dúxa sem útskrifaðist úr Tækniskólanum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 29. maí. Reyn útskrifaðist af tölvubraut með 9,7 í einkunn og dúxaði hán ásamt Njáli Halldórssyni sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut flugtækni. 6. júní 2020 11:00