Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 07:39 Trump hefur skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Getty/Alex Wong/Avishek Das Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Um er að ræða vinsælustu miðla Kína en TikTok er einnig gríðarlega vinsæll á vesturlöndum, ekki síst hjá ungu fólki. Samkvæmt tilskipuninni fá bandarísk fyrirtæki 45 daga frest til þess að hætta alfarið öllum viðskiptum við miðlana. Tölvurisinn Microsoft er einmitt í viðræðum við eigendur TikTok um kaup á forritinu og Trump hefur krafist þess að þeim viðræðum verði lokið fyrir fimmtánda september. Þetta er enn eitt skrefið í stríði bandarískra stjórnvalda við kínversk en í gær var einnig greint frá því að bandarísk yfirvöld leggja til að öllum kínverskum fyrirtækjum sem skráð eru á bandarískan hlutabréfamarkað verði gert að afskrá sig, nema þau opni bókhald sitt fyrir bandarískum eftirlitsaðilum. Trump heldur því fram að með upplýsingasöfnun TikTok geti kínversk yfirvöld fylgst með starfsmönnum Bandaríska ríkisins og safnað persónulegum upplýsingum sem geti verið notaðar til þess að beita þá fjárkúgunum, eða kúgað starfsmennina til njósna. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína Tækni TikTok Tengdar fréttir Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. 4. ágúst 2020 07:34 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Um er að ræða vinsælustu miðla Kína en TikTok er einnig gríðarlega vinsæll á vesturlöndum, ekki síst hjá ungu fólki. Samkvæmt tilskipuninni fá bandarísk fyrirtæki 45 daga frest til þess að hætta alfarið öllum viðskiptum við miðlana. Tölvurisinn Microsoft er einmitt í viðræðum við eigendur TikTok um kaup á forritinu og Trump hefur krafist þess að þeim viðræðum verði lokið fyrir fimmtánda september. Þetta er enn eitt skrefið í stríði bandarískra stjórnvalda við kínversk en í gær var einnig greint frá því að bandarísk yfirvöld leggja til að öllum kínverskum fyrirtækjum sem skráð eru á bandarískan hlutabréfamarkað verði gert að afskrá sig, nema þau opni bókhald sitt fyrir bandarískum eftirlitsaðilum. Trump heldur því fram að með upplýsingasöfnun TikTok geti kínversk yfirvöld fylgst með starfsmönnum Bandaríska ríkisins og safnað persónulegum upplýsingum sem geti verið notaðar til þess að beita þá fjárkúgunum, eða kúgað starfsmennina til njósna.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína Tækni TikTok Tengdar fréttir Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. 4. ágúst 2020 07:34 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. 4. ágúst 2020 07:34
Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12
TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12