Kylfa kraftakarlsins gaf sig á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 11:30 Bryson DeChambeau með brotnu kylfuna. getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira