Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 7. ágúst 2020 13:32 Íslendingar þurfa að nýju að sæta sóttkví við komuna til Lettlands og Eistlands. Getty/Ullstein Bild Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum. Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum.
Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira