Heimir með Suárez í sigtinu Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 10:45 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Það er ekki bara David Beckham sem hefur hug á að fá Luis Suárez frá Barcelona því úrúgvæski markahrókurinn er nú orðaður við Al Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson þjálfar í Katar. Það er Mitch Freeley, fréttamaður beIN Sports í Katar, sem greinir frá áhuga Al Arabi. Hann segir ljóst að það sé þó langur vegur á milli þess að sýna áhuga og þess að fá leikmanninn, en bendir á að annað félag í Katar, Al-Duhail, hafi haft efni á króatíska framherjanum Mario Mandzukic. Offt! Been reliably told that Al Arabi are interested in signing Luis Suarez. Although actually getting the Uruguayan would be a different matter. Would be a hell of a coup for the dream team! pic.twitter.com/agcHiJTE7B— Mitch Freeley (@mitchos) August 9, 2020 Komi Suárez til Al Arabi gæti hann orðið liðsfélagi Arons Einars Gunnarsson. Samningur Arons við félagið gildir til 30. júní á næsta ári. Suárez á sömuleiðis eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en spænskir miðlar hafa þó greint frá því að spili hann að lágmarki 60% leikja á næstu leiktíð framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur greint frá því að hið nýja bandaríska félag Inter Miami, sem er að hluta í eigu Beckham, hafi þegar gert Suárez tilboð. Barcelona muni vilja losna við Suárez til að hafa efni á því að fá Lautaro Martinez frá hinu ítalska Inter liði. Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur á sinni sjöttu leiktíð með Barcelona eftir komuna frá Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni þar sem Barcelona mætir Bayern München í sannkölluðum stórleik á föstudagskvöld. Katar Spænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Það er ekki bara David Beckham sem hefur hug á að fá Luis Suárez frá Barcelona því úrúgvæski markahrókurinn er nú orðaður við Al Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson þjálfar í Katar. Það er Mitch Freeley, fréttamaður beIN Sports í Katar, sem greinir frá áhuga Al Arabi. Hann segir ljóst að það sé þó langur vegur á milli þess að sýna áhuga og þess að fá leikmanninn, en bendir á að annað félag í Katar, Al-Duhail, hafi haft efni á króatíska framherjanum Mario Mandzukic. Offt! Been reliably told that Al Arabi are interested in signing Luis Suarez. Although actually getting the Uruguayan would be a different matter. Would be a hell of a coup for the dream team! pic.twitter.com/agcHiJTE7B— Mitch Freeley (@mitchos) August 9, 2020 Komi Suárez til Al Arabi gæti hann orðið liðsfélagi Arons Einars Gunnarsson. Samningur Arons við félagið gildir til 30. júní á næsta ári. Suárez á sömuleiðis eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en spænskir miðlar hafa þó greint frá því að spili hann að lágmarki 60% leikja á næstu leiktíð framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur greint frá því að hið nýja bandaríska félag Inter Miami, sem er að hluta í eigu Beckham, hafi þegar gert Suárez tilboð. Barcelona muni vilja losna við Suárez til að hafa efni á því að fá Lautaro Martinez frá hinu ítalska Inter liði. Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur á sinni sjöttu leiktíð með Barcelona eftir komuna frá Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni þar sem Barcelona mætir Bayern München í sannkölluðum stórleik á föstudagskvöld.
Katar Spænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira