Skapsmunir Ólafur Hauksson skrifar 12. ágúst 2020 08:00 Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar