Íbúðalán mokast út enda fjör á fasteignamarkaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 09:55 Fasteignamarkaðurinn er á fullu gasi ef eitthvað er að marka tölur HMS. Vísir/Vilhelm Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira