Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 12:30 Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra, Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir. Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir.
Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira