Boeing glímir við fálkavandamál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2020 11:50 Förufálki á flugi. Vísir/Getty Flugbann og framleiðslustöðvun á Boeing 737 MAX flugvélum bandaríska flugfélagaframleiðandans hefur ekki bara bakað vandræði fyrir flugfélagið og starfsmenn þess. Nú er útlit fyrir að fálkapar verði heimilislaust. Förufálkapar hefur undanfarin ár gert sig heimankomið í 737 MAX verksmiðju Boeing í grennd við Seattle í Bandaríkjunum. Starfsmenn og yfirmenn hafa ekki haft teljandi áhyggjur af fálkunum, þangað til nú.Þannig greinir Seattle Times frá því að vegna þess að framleiðsla á 737-MAX vélunum hafi verið stöðvuð sé gert ráð fyrir að dyr verksmiðjunnar verða meira og minna lokaðar, og því komast fálkarnir ekki út til að veiða og viðra sig.Sem fyrr segir hafa fálkarnir ekki valdið miklum vandræðum. Ungar hafa átt það til að detta úr hreiðri þeirra niður á verksmiðjugólfið auk þess sem að Boeing hefur þurft að fá fyrirtæki í vinnu til að hreinsa upp eftir fálkana.En nú þegar verksmiðjunni hefur verið tímabundið lokað telja yfirmenn hjá Boeing að nú sé besta tækifærið til þess að losna við fálkaparið. Þá er einnig óttast um að fálkarnir muni svelta til dauða komist þeir ekki út til að veiða.Í frétt Seattle Times segir hins vegar að alls óvíst sé hvort það takist að fjarlægja fálkana og koma þeim á nýjan stað. Í fyrsta lagi geta þeir flogið á gríðarlegum hraða og í öðru lagi er haft eftir fuglasérfræðingi að fálkarnir verði mjög hændir að þeim stað þar sem þeir hafa gert sig heimankomna, og því líklegt að þeir reyni að snúa aftur. Bandaríkin Boeing Dýr Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Flugmálayfirvöld segja Max mögulega geta tekið á loft fyrr en áætlað var Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-vélar sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. 25. janúar 2020 12:00 Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. 12. janúar 2020 11:40 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugbann og framleiðslustöðvun á Boeing 737 MAX flugvélum bandaríska flugfélagaframleiðandans hefur ekki bara bakað vandræði fyrir flugfélagið og starfsmenn þess. Nú er útlit fyrir að fálkapar verði heimilislaust. Förufálkapar hefur undanfarin ár gert sig heimankomið í 737 MAX verksmiðju Boeing í grennd við Seattle í Bandaríkjunum. Starfsmenn og yfirmenn hafa ekki haft teljandi áhyggjur af fálkunum, þangað til nú.Þannig greinir Seattle Times frá því að vegna þess að framleiðsla á 737-MAX vélunum hafi verið stöðvuð sé gert ráð fyrir að dyr verksmiðjunnar verða meira og minna lokaðar, og því komast fálkarnir ekki út til að veiða og viðra sig.Sem fyrr segir hafa fálkarnir ekki valdið miklum vandræðum. Ungar hafa átt það til að detta úr hreiðri þeirra niður á verksmiðjugólfið auk þess sem að Boeing hefur þurft að fá fyrirtæki í vinnu til að hreinsa upp eftir fálkana.En nú þegar verksmiðjunni hefur verið tímabundið lokað telja yfirmenn hjá Boeing að nú sé besta tækifærið til þess að losna við fálkaparið. Þá er einnig óttast um að fálkarnir muni svelta til dauða komist þeir ekki út til að veiða.Í frétt Seattle Times segir hins vegar að alls óvíst sé hvort það takist að fjarlægja fálkana og koma þeim á nýjan stað. Í fyrsta lagi geta þeir flogið á gríðarlegum hraða og í öðru lagi er haft eftir fuglasérfræðingi að fálkarnir verði mjög hændir að þeim stað þar sem þeir hafa gert sig heimankomna, og því líklegt að þeir reyni að snúa aftur.
Bandaríkin Boeing Dýr Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Flugmálayfirvöld segja Max mögulega geta tekið á loft fyrr en áætlað var Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-vélar sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. 25. janúar 2020 12:00 Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. 12. janúar 2020 11:40 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Flugmálayfirvöld segja Max mögulega geta tekið á loft fyrr en áætlað var Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-vélar sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. 25. janúar 2020 12:00
Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. 12. janúar 2020 11:40
Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00